Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 21. júlí 2004, kl. 17:44:22 (9576)

2004-07-21 17:44:22# 130. lþ. 136.1 fundur 1011. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum, brottfall eldri laga o.fl.) frv. 107/2004, ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 136. fundur, 130. lþ.

[17:44]

Arnbjörg Sveinsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Mín persónulega skoðun er sú að það eigi að afnema þennan rétt. (MÁ: Er einhver önnur skoðun til en persónuleg?) Ég reikna hins vegar með því að eiga eftir að fara í umræður um það og hugsanlega má skoða einhver einstök skilyrði fyrir því að forseti geti beitt þessu valdi. Ég reikna með því að menn nálgist málið á þeim grunni.

Það hefur verið kallað eftir því hér í dag að menn færu með opnum huga inn í þær umræður að endurskoða stjórnarskrána og það mun ég gera eins og væntanlega allir hv. þm. sem eiga sæti á Alþingi. Ég ætla ekki að gefa mér fyrir fram niðurstöðu úr þeirri skoðun. Það hlýtur að vera réttur okkar að taka þátt í þeirri umræðu og ná niðurstöðu eftir það.