Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 21. júlí 2004, kl. 17:52:03 (9582)

2004-07-21 17:52:03# 130. lþ. 136.1 fundur 1011. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum, brottfall eldri laga o.fl.) frv. 107/2004, ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 136. fundur, 130. lþ.

[17:52]

Arnbjörg Sveinsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér þykir leitt að hv. þingmaður hlýddi ekki betur á ræðu mína en svo. Hann gat hlustað á þær útskýringar sem þar voru og hafa reyndar komið fram mjög víða. Í stuttu andsvari endurtekur maður það ekki allt saman. Það er einfaldlega þannig að það var ekki hægt að framkvæma það sem stendur í stjórnarskránni um synjunarvald forseta og menn ekki sammála um hvað í því fælist. Menn hafa ekki einu sinni orðið sammála um það hvort þetta muni heita synjunarvald eða málskotsréttur, svo að dæmi sé tekið. Um þetta atriði hafa staðið miklar deilur í þjóðfélaginu, miklar deilur á milli lögspekinga, innan stéttar hv. þingmanns, þannig að ég held að það sé algjörlega ljóst að hér hefur verið uppi það sem höfum sagt að væri hægt að jafna til stjórnskipunarkreppu.