Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 21. júlí 2004, kl. 17:54:44 (9584)

2004-07-21 17:54:44# 130. lþ. 136.1 fundur 1011. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum, brottfall eldri laga o.fl.) frv. 107/2004, ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 136. fundur, 130. lþ.

[17:54]

Arnbjörg Sveinsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Eins og fram kom í ræðu minni var það ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja til þessa leið þó að ég hafi ekki endilega verið sammála því að þá leið ætti að fara. Þessi varð niðurstaðan.

Hvað gerðist svo? Menn reyndu að finna með bestu lögspekingum þjóðarinnar leiðir til að framkvæma þessa atkvæðagreiðslu og hvernig þetta ákvæði virkaði í raun. Menn komust að því að þetta væri gjörsamlega óleysanlegt mál. Því erum við í þeirri stöðu sem við erum í nú að ekki gat farið fram atkvæðagreiðsla um málið þannig að nokkur sátt væri um það í þjóðfélaginu.