Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 21. júlí 2004, kl. 18:38:47 (9593)

2004-07-21 18:38:47# 130. lþ. 136.1 fundur 1011. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum, brottfall eldri laga o.fl.) frv. 107/2004, HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 136. fundur, 130. lþ.

[18:38]

Halldór Blöndal (andsvar):

Frú forseti. Synjun forseta, hann synjaði um staðfestingu á lögum. Það er best að hafa rétt rétt. Ef hv. þm. vill að honum sé svarað, þá skal hann fara rétt með. Hann synjaði lögunum um staðfestingu og sagði að það hefði myndast gjá á milli þings og þjóðar, ef ég tók rétt eftir. Við í meiri hlutanum viljum fella þau lög úr gildi. Ég efast um að nokkur maður eigi sæti hér sem vill greiða atkvæði með þeim lögum og hafa þau í gildi. Væri það ekki hálfbjánalegt að leggja þau undir þjóðaratkvæði?