Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 21. júlí 2004, kl. 20:08:40 (9611)

2004-07-21 20:08:40# 130. lþ. 136.1 fundur 1011. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum, brottfall eldri laga o.fl.) frv. 107/2004, Frsm. meiri hluta BjarnB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 136. fundur, 130. lþ.

[20:08]

Frsm. meiri hluta allshn. (Bjarni Benediktsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla að svara þessu þannig að um það efnisatriði sem hv. þm. gerir að umtalsefni er ítarlega fjallað í nefndaráliti meiri hluta allshn. frá því í vor. Það er beinlínis vísað til þess nefndarálits í hinu nýja nefndaráliti meiri hlutans.

Að hinu fyrra nefndaráliti stóð meiri hluti nefndarinnar. Varðandi þá fyrirvara sem einstakir þingmenn hafa á nefndarálitum þá hvet ég þingmanninn til að beina fyrirspurnum sínum til viðkomandi.