Frestun á fundum Alþingis

Fimmtudaginn 22. júlí 2004, kl. 12:00:10 (9647)

2004-07-22 12:00:10# 130. lþ. 138.1 fundur 1013. mál: #A frestun á fundum Alþingis# þál., utanrrh.
[prenta uppsett í dálka] 138. fundur, 130. lþ.

[12:00]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Ég les forsetabréf um frestun á fundum Alþingis. ,,Forseti Íslands gjörir kunnugt: Að ég, að tilskildu samþykki Alþingis, veiti forsætisráðherra umboð til að fresta fundum Alþingis, 130. löggjafarþings ...``

Herra forseti. Ég biðst velvirðingar á því að ég er að lesa upp forsetabréf um frestun á fundum Alþingis, þakka ábendingu og biðst velvirðingar á þeim mistökum.

En frestunartillagan er þá svona:

,,Alþingi ályktar að veita samþykki til þess að fundum þingsins verði frestað frá 22. júlí 2004 til septemberloka.``

Það þarf atkvæðagreiðslu um tillöguna. Það er greinilegt að hér er viðvaningur á ferð en ég vænti þess að mér sé það fyrirgefið í forföllum forsrh. Við óskum honum góðs bata. Það verður þá betur gert næst þegar til þess kemur.

En ég vænti þess, hæstv. forseti, að þetta sé nægilegt. (Gripið fram í: Fall er fararheill.)