KÓ fyrir ÁRÁ, SÞorg fyrir ÞKG, SigurlS fyrir GÖrl

Miðvikudaginn 01. október 2003, kl. 14:20:22 (3)

2003-10-01 14:20:22# 130. lþ. 0.91 fundur 31#B varamenn#, Aldursforseti HÁs
[prenta uppsett í dálka] 0. fundur, 130. lþ.

[14:20]

Aldursforseti (Halldór Ásgrímsson):

Borist hafa þrjú bréf um forföll þingmanna. Hið fyrsta er svohljóðandi:

,,Þar sem Árni R. Árnason, 2. þm. Suðurk., getur ekki sótt þingfundi á næstunni vegna veikinda óska ég eftir því með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa að 1. varamaður á lista Sjálfstfl. í kjördæminu, Kjartan Ólafsson, taki sæti hans á Alþingi á meðan.

Virðingarfyllst,

Einar K. Guðfinnsson,

formaður þingflokks sjálfstæðismanna.``

Kjartan Ólafsson hefur áður tekið sæti á Alþingi og er hann boðinn velkominn til starfa á ný.

Annað bréfið hljóðar svo:

,,Þar sem ég er í fæðingarorlofi og sæki því ekki þingfundi á næstunni óska ég eftir því með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa að 1. varamaður á lista Sjálfstfl. í Suðvesturkjördæmi, Sigurrós Þorgrímsdóttir stjórnmálafræðingur, Kópavogi, taki sæti mitt á Alþingi á meðan.

Virðingarfyllst,

Þorgerður K. Gunnarsdóttir, 8. þm. Suðvest.``

Hið síðasta hljóðar svo:

,,Þar sem ég afplána nú refsidóm og mun því ekki sækja þingfundi á næstunni óska ég eftir því með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa að varamaður minn, Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, taki sæti mitt á Alþingi á meðan.

Jafnframt vísa ég til bréfs formanns þingflokks frjálslyndra, Guðjóns A. Kristjánssonar, til forseta Alþingis, Halldórs Blöndals, dagsett 25. ágúst sl.

Virðingarfyllst,

Gunnar Örlygsson, 10. þm. Suðvest.``

Kjörbréf Sigurlínar Margrétar Sigurðardóttur og Sigurrósar Þorgrímsdóttur hafa þegar verið rannsökuð og samþykkt en þær hafa ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirskrifa drengskaparheit að stjórnaskránni.

Ég vil biðja skrifstofustjóra að færa þingmönnum heitstafinn til undirritunar.