Stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana

Fimmtudaginn 02. október 2003, kl. 19:52:48 (13)

2003-10-02 19:52:48# 130. lþ. 2.1 fundur 37#B stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 2. fundur, 130. lþ.

[19:52]

Forseti (Halldór Blöndal):

Nú verður gengið til dagskrár og fyrir tekið eina dagskrármálið, stefnuræða forsrh. og umræður um hana, sem verður útvarpað og sjónvarpað héðan úr þinghúsinu. Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir. Forsrh. hefur 20 mínútur til framsögu en aðrir þingflokkar en þingflokkur forsrh. hafa tólf mínútur í fyrstu umferð, í annarri umferð hafa þingflokkarnir sex mínútur en í hinni þriðju fimm, hver þingflokkur. Röð flokkanna er í öllum umferðum þessi: Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin, Framsóknarflokkur, Vinstri hreyfingin -- grænt framboð, Frjálslyndi flokkurinn.

Ræðumenn verða fyrir Sjálfstæðisflokk Davíð Oddsson forsrh. í fyrstu umferð, Guðlaugur Þór Þórðarson, 6. þm. Reykv. n., í annarri umferð og Einar Oddur Kristjánsson, 9. þm. Norðvest., í þriðju umferð.

Ræðumenn Samfylkingarinnar verða í fyrstu umferð Össur Skarphéðinsson, 1. þm. Reykv. n., Ágúst Ólafur Ágústsson, 10. þm. Reykv. s., í annarri og Anna Kristín Gunnarsdóttir, 6. þm. Norðvest., í hinni þriðju.

Fyrir Framsóknarflokk talar Guðni Ágústsson landbrh. í fyrstu umferð, Hjálmar Árnason, 6. þm. Suðurk., í annarri og í hinni þriðju Jón Kristjánsson heilbr.- og trmrh.

Ræðumenn fyrir Vinstri hreyfinguna -- grænt framboð verða Steingrímur J. Sigfússon, 5. þm. Norðaust., í fyrstu umferð, í annarri Kolbrún Halldórsdóttir, 8. þm. Reykv. n., og í hinni þriðju Þuríður Backman, 10. þm. Norðaust.

Fyrir Frjálslynda flokkinn tala Magnús Þór Hafsteinsson, 9. þm. Suðurk., og Sigurjón Þórðarson, 10. þm. Norðvest., í fyrstu umferð, Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, 10. þm. Suðvest., í annarri umferð og Guðjón A. Kristjánsson, 5. þm. Norðvest., í hinni þriðju.