Fjárlög 2004

Föstudaginn 03. október 2003, kl. 11:51:25 (49)

2003-10-03 11:51:25# 130. lþ. 3.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur, 130. lþ.

[11:51]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. hefur ekki alveg lesið fjárlagafrv. því að í því er gert ráð fyrir að kostnaður ríkisins til lyfjamála aukist um 800 millj. Okkur er þá ekki að takast þetta sem við erum kannski báðir sammála um, að það væri æskilegt að draga úr kostnaðinum.

Hv. þm. svaraði heldur ekki spurningu minni um það í hverju þessi mikli ójöfnuður lægi og lét það alveg liggja milli hluta. En ég sé ástæðu til að rifja það upp að Sameinuðu þjóðirnar gerðu könnun á því --- hún var birt í fyrra --- hvar í heiminum mesti jöfnuðurinn væri. Og hver var niðurstaðan? Jú, Slóvakía, það var niðurstaða Sameinuðu þjóðanna að þar væri mestur jöfnuður --- allir jafnfátækir náttúrlega.

Og hver var svo í sæti númer tvö? Jú, þar voru nefnilega löndin Noregur og Ísland. Það var nú niðurstaðan.