Fjárlög 2004

Föstudaginn 03. október 2003, kl. 14:28:03 (79)

2003-10-03 14:28:03# 130. lþ. 3.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., HHj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur, 130. lþ.

[14:28]

Helgi Hjörvar (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er gott meðan hv. þm. getur státað af kjörum örorku- og ellilífeyrisþega á Íslandi. Ég er ekki viss um að allir mundu treysta sér til þess.

Ég fagna þó því að í þessu frv. er það meðal jákvæðustu þátta að gert er ráð fyrir því að verja einum milljarði til þess að tvöfalda grunnlífeyri örorkulífeyrisþega sem verða öryrkjar ungir. En það var, hv. þm. Einar Oddur Kristjánsson, ekki vanþörf á. Það var sannarlega ekki vanþörf á. Það er auðvitað langt því frá, aldeilis alveg langt því frá, að örorku- og ellilífeyrisþegar hafi fylgt hér almennri kaupmáttarþróun síðustu tólf árin. Það er aldeilis alveg langt því frá og hverjum manni ljóst að þar hefur bilið breikkað, þar hefur bilið augljóslega breikkað á milli þeirra sem meira hafa og hinna sem minna hafa. Því fá orð þingmannsins ekki breytt.