Fjárlög 2004

Föstudaginn 03. október 2003, kl. 15:36:55 (97)

2003-10-03 15:36:55# 130. lþ. 3.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur, 130. lþ.

[15:36]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Hv. 9. þm. Reykv. s. sagði að það gæti skipt máli fyrir notandann ef þjónustan er rekin á markaðsforsendum, hún gæti verið verri. Það er vissulega hætta á því en það er sett fyrir þann leka að mínu mati vegna þess að t.d. í umræddu útboði var það undirbúið mjög vandlega og skilgreint í smæstu atriðum hvað verið væri að fara fram á og hvernig ætti að veita þjónustuna. Í þetta var lögð mjög mikil vinna sem nýtist hvernig sem fyrirkomulagið verður í framtíðinni. Það skiptir mestu máli í þessu að skilgreina þjónustuna sem allra best, þannig að það sé ljóst hvað ríkið er að kaupa af þessum aðilum, t.d. í því tilfelli sem ég gerði að umræðuefni.