Fjárlög 2004

Föstudaginn 03. október 2003, kl. 18:24:52 (138)

2003-10-03 18:24:52# 130. lþ. 3.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur, 130. lþ.

[18:24]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Hv. þm. er efni í góðan bankamann, heyrist mér. En 20 milljarða talan er fengin þannig að það eru skattarnir sem nefndir eru í stjórnarsáttmálunum sem ætlunin er að lækka. Auðvitað áskiljum við okkur rétt og höfum alltaf gert til þess að önnur gjöld eins og bensíngjald, þungaskattur meðan hann verður við lýði því ætlunin er nú að breyta því fyrirkomulagi, áfengis- og tóbaksgjald og þau gjöld öllsömul geti hækkað eitthvað þó það sé ekki endilega í takt við hækkun vísitölu. Við áskiljum okkur auðvitað allan rétt til þess. Við erum núna að tala um þúsund milljóna króna tekjuöflun vegna hækkunar á bensíngjaldi og þungaskatti. Á móti kemur að hátekjuskatturinn lækkar um 1% eða 350 milljónir --- ég veit ekki hvaðan þessi tala 80 eða 85 er komin sem þingmenn hafa nefnt hér í dag --- þannig að nettó verða þetta 650 milljónir.