Alþjóðlegt friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna til Palestínu

Mánudaginn 06. október 2003, kl. 15:24:30 (159)

2003-10-06 15:24:30# 130. lþ. 4.1 fundur 47#B alþjóðlegt friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna til Palestínu# (óundirbúin fsp.), ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 130. lþ.

[15:24]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Ég legg ekki að jöfnu stöðu Ísraelsmanna og Palestínumanna. Ég geri það ekki. Hér er byrjað á öfugum enda. Þetta er það sem ég kalla tóninn í Bush og Sharon, þ.e. að byrja á öryggismálum Palestínumanna, að hvetja þá til bræðravíga, til borgarastyrjaldar. Þetta er sú krafa sem reist er á hendur Palestínumönnum af hálfu Bandaríkjastjórnar. Þetta er sú krafa sem hæstv. utanrrh. Íslands tekur undir.

Okkur ber að fordæma þessar árásir skilyrðislaust og við eigum að taka undir réttmætar óskir Palestínumanna um að friðargæslulið verði sent til Palestínu, ekki til ársása og ekki til hefnda, heldur til þess eins að verja saklaust fólk.