Fjáröflun til vegagerðar, vörugjald af ökutækjum o.fl.

Þriðjudaginn 07. október 2003, kl. 19:18:27 (270)

2003-10-07 19:18:27# 130. lþ. 5.4 fundur 90. mál: #A fjáröflun til vegagerðar, vörugjald af ökutækjum o.fl.# (hækkun þungaskatts og vörugjalds) frv., GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 130. lþ.

[19:18]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Frú forseti. Ef ég hef skilið hæstv. fjmrh. rétt í ræðustólnum áðan þá virðist mér að draga megi þá ályktun að hann ásaki sjálfan sig fyrir að hafa gleymt að hækka þessi gjöld, þungaskattinn og bensíngjaldið, um nokkurra missira skeið og þess vegna sé nú gripið til þess ráðs að gera þetta núna. Ef þetta er rétt skilið hjá mér en hæstv. ráðherra sagði eitthvað á þá leið að saka mætti hann um að hafa ekki gripið fyrr til þess að hækka þessi gjöld.

Ég vona bara fyrir hönd íslensks almennings að blessaður hæstv. fjmrh. komi sér upp góðu og öflugu samviskubiti yfir að hafa ekki hækkað persónuafslátt í nokkuð mörg ár til að láta hann halda raungildi sínu. Það hefur orðið til þess að auka skattbyrði á almennt launafólk. Ég vona að samviskubit hans þróist hægt og rólega og hér fyrir áramót komi hann fram með tillögu um að hækka persónuafsláttinn að raungildi út af samvisku sinni.