Fjáröflun til vegagerðar, vörugjald af ökutækjum o.fl.

Þriðjudaginn 07. október 2003, kl. 19:50:08 (276)

2003-10-07 19:50:08# 130. lþ. 5.4 fundur 90. mál: #A fjáröflun til vegagerðar, vörugjald af ökutækjum o.fl.# (hækkun þungaskatts og vörugjalds) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 130. lþ.

[19:50]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Frú forseti. Eftir að stjórnarskránni var breytt í þá veru að ekki mætti fela opinberum aðilum álagningu skatts eða ákvörðun um skatt þarf að taka allar krónutölubreytingar í skattalögum til umræðu á Alþingi. Það er rétt og þetta er gert, og ætti í rauninni að gera á hverju ári, því annars hverfur viðkomandi skattur með tímanum ef hann fylgir ekki verðlagi.

Það hefur gerst á þessum fjórum árum, að verðlagið hefur hækkað um 20%, líka úti á landi, sem þýðir það að hlutfall þungaskattsins hefur lækkað vegna þess að hann hefur ekki hækkað neitt. Þannig að landsbyggðarfólkið er að borga hlutfallslega minna núna í þungaskatt af vöruverði, sem hefur hækkað um 20%, en það gerði fyrir fjórum árum. Þannig að svokölluð ,,mistök`` hæstv. fjmrh., sem talað hefur verið um, hafa komið landsbyggðinni aldeilis til góða á undanförnum fjórum árum. Nú á að hækka þetta um helminginn af því sem verðlag hefur hækkað. Þannig að landsbyggðin nýtur þess ef eitthvað er.