Hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu

Miðvikudaginn 08. október 2003, kl. 14:53:00 (314)

2003-10-08 14:53:00# 130. lþ. 7.3 fundur 72. mál: #A hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., GHall
[prenta uppsett í dálka] 7. fundur, 130. lþ.

[14:53]

Guðmundur Hallvarðsson:

Herra forseti. Ég þakka fyrirspyrjanda fyrir þessa fyrirspurn og jafnframt heilbrrh. fyrir hans ágætu svör. Það kemur í ljós í svari ráðherra að það eru geysilega mikil umsvif í þessum málaflokki og að 150 ný hjúkrunarrými muni núna á næstu mánuðum verða tekin í notkun.

Það kom líka fram hjá fyrirspyrjanda að það verði nokkur fækkun á vistrýmum og að það virðist vera þannig að enda þótt gert sé ráð fyrir því að þeim verði fækkað nokkuð þá virðist samt sem áður vera nokkur eftirspurn eftir þessu vistunarformi. Þannig að það er auðvitað mál sem þarf að skoða. Og heilbrigðisáætlun til 2010 er góð, svo langt sem hún nær. Þó virðist mér að með þeim úrræðum sem heilbrrh. lýsti hér áðan sé nokkuð vel í þetta mál tekið og lagt og ber að þakka það og vonandi að haldið verði áfram á sömu braut svo brýn sem þörfin er, eins og fram kom hér með þann fjölda sem er í brýnni þörf fyrir hjúkrunarrými.