Endurskoðun atvinnuleysisbóta

Miðvikudaginn 08. október 2003, kl. 15:52:05 (340)

2003-10-08 15:52:05# 130. lþ. 7.7 fundur 65. mál: #A endurskoðun atvinnuleysisbóta# fsp. (til munnl.) frá félmrh., SigurjÞ
[prenta uppsett í dálka] 7. fundur, 130. lþ.

[15:52]

Sigurjón Þórðarson:

Virðulegi forseti. Mér finnst hæstv. félmrh. hefja starf sitt með undarlegum hætti. Ég veit ekki betur en Framsfl. hafi verið með kjörorðið ,,Vinna -- vöxtur -- velferð``. Og á hverju byrjar hann? Hann byrjar á því að ráðast á kjör atvinnulausra til þess að geta átt fyrir skattalækkunum þeirra sem hafa hæstu tekjurnar. Er þetta velferðin sem Framsfl. boðaði?

Síðan höfum við fengið þær upplýsingar á síðustu dögum að það sé til nóg af peningum næstu árin. Er þetta forgangsröðin sem Framsfl. boðaði í síðustu kosningum? Ég segi nei. Það var allt annað hljóð hér í vor.