Vandi sauðfjárbænda

Fimmtudaginn 09. október 2003, kl. 14:09:05 (399)

2003-10-09 14:09:05# 130. lþ. 8.94 fundur 74#B vandi sauðfjárbænda# (umræður utan dagskrár), DrH (ber af sér sakir)
[prenta uppsett í dálka] 8. fundur, 130. lþ.

[14:09]

Drífa Hjartardóttir:

Virðulegi forseti. Ég hélt ég hefði verið nógu skýrmælt áðan þar sem ég svarði hv. frummælanda varðandi orð mín á fundi á Hellu og áfram með það að skoðanir mínar á landbúnaðarmálum hafa aldrei farið á milli mála. Það veit hæstv. landbrh. vel. Þær hafa komið fram í þingsölum. Ég hef aldrei talað á móti útflutningsskyldunni af því að ég veit að hún þarf að vera. Hún þarf að vera vegna þess að ef ekki hefði verið gripið til útflutningsskyldu þá hefði safnast hér upp hátt kjötfjall og því mega nú bændur síst af öllu við. Hvað hefði þá gerst ef enn meira kjöt hefði komið inn á markaðinn og enn meira verðfall hefði orðið á vörunni?

(Forseti (JBjart): Ég minni þingmanninn á að undir þessum lið er einungis heimilt að bera af sér ávirðingar eða sakir.)