Tekjuskattur og eignarskattur

Fimmtudaginn 09. október 2003, kl. 14:38:25 (408)

2003-10-09 14:38:25# 130. lþ. 8.3 fundur 88. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (sérstakur tekjuskattur, viðmiðunarfjárhæðir o.fl.) frv., KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 8. fundur, 130. lþ.

[14:38]

Kristinn H. Gunnarsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að áhugavert væri á næstu mánuðum að fara yfir þessa skattaumræðu með fulltrúum Samfylkingarinnar til þess að átta sig á því hvernig stefnan liggur í þessum efnum. Það getur auðvitað verið forvitnilegt að sjá hvernig hún skýrist.

Ég vil draga fram ákveðnar staðreyndir, herra forseti. Af þeim sem telja fram greiða aðeins 6--7% sérstakan tekjuskatt. Það þýðir að 93--94% framteljenda hafa tekjur undir þeim mörkum sem sérstakur tekjuskattur miðast við. Af þeim sem telja fram greiða hins vegar yfir 60% almennan tekjuskatt sem þýðir að um og innan við tíundi hver skattgreiðandi er að borga sérstakan tekjuskatt. Það er vegna þess að mörkin eru svo há að þau miðast við einstakling með 4,2 milljónir í árstekjur eða hjón með 8,4 milljónir í árstekjur. Aðeins 6--7% framteljenda hafa svona miklar tekjur. Athugasemd mín í þessu máli (Forseti hringir.) hefur verið sú --- Nú, fyrirgefið virðulegi forseti. Ég er búinn með tímann.

(Forseti (JBjart): Það er ein mínúta í seinna andsvari.)