Tekjuskattur og eignarskattur

Fimmtudaginn 09. október 2003, kl. 18:51:08 (444)

2003-10-09 18:51:08# 130. lþ. 8.3 fundur 88. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (sérstakur tekjuskattur, viðmiðunarfjárhæðir o.fl.) frv., fjmrh.
[prenta uppsett í dálka] 8. fundur, 130. lþ.

[18:51]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde):

Herra forseti. Ég vil byrja á því að þakka fyrir þessa umræðu öllum þeim sem hafa greitt fyrir því að hún skuli nú komin að leiðarlokum. Hér við 1. umr. hafa komið fram margar ágætar athugasemdir í umræðunni sem ég treysti að efh.- og viðskn. muni skoða. Ég sé ekki ástæðu til að fara í saumana á einstökum atriðum. Auðvitað er alveg ljóst að um mál sem þetta er pólitískur ágreiningur, hann verður ekki leystur í ræðustól þingsins, en ég treysti því að öll sjónarmið sem eiga rétt á sér verði skoðuð málefnalega í þingnefndinni.