Fjármálafyrirtæki

Þriðjudaginn 14. október 2003, kl. 15:11:05 (525)

2003-10-14 15:11:05# 130. lþ. 10.3 fundur 7. mál: #A fjármálafyrirtæki# (kaup viðskiptabanka á hlutabréfum) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur, 130. lþ.

[15:11]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Frú forseti. Hv. þm. segir að bankarnir sjái málið ekki svona. Þeim ber ekki að sjá mál svona eða hinsegin. Það er Fjármálaeftirlitið sem samkvæmt lögunum á að hafa eftirlit með þessu. Það er Fjármálaeftirlitið sem á að meta stöðuna. Ég treysti því fullkomlega til þess. Það er örgglega að vinna í því núna.

Varðandi það að ráðherrann ræði við Fjármálaeftirlitið þá er ég sammála því að það megi gera almennt en alls ekki varðandi einstök mál eins og þau sem við erum hér að ræða.