Raforkukostnaður fyrirtækja

Þriðjudaginn 14. október 2003, kl. 15:38:33 (536)

2003-10-14 15:38:33# 130. lþ. 10.4 fundur 8. mál: #A raforkukostnaður fyrirtækja# þál., Flm. SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur, 130. lþ.

[15:38]

Flm. (Sigurjón Þórðarson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér finnst gott að heyra að það sé kominn betri tónn í hæstv. ráðherra, að jafna orkunni. Eins og ég skil raforkulögin eiga samt að vera einkasöluþættir um dreifingu raforkunnar. Og það er ákaflega gott ef það er ríkur vilji til þess að jafna samkeppnisstöðu fyrirtækjanna og það er í samræmi við samþykkta byggðastefnu.