Samkeppnislög

Þriðjudaginn 14. október 2003, kl. 17:08:47 (555)

2003-10-14 17:08:47# 130. lþ. 10.5 fundur 9. mál: #A samkeppnislög# (meðferð brota, verkaskipting o.fl.) frv., SKK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur, 130. lþ.

[17:08]

Sigurður Kári Kristjánsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Sá sem hér stendur kom reyndar upp, í umræðu um frv. til breytingar á lögum um tekjuskatt og eignarskatt, og lýsti miklum vonbrigðum með það að hátekjuskatturinn yrði framlengdur. Þannig að hann hefur látið til sín taka á því sviði.

Við erum greinilega sammála um það að samkeppnin sé mikilvæg. Ég vil veg hennar sem mestan. Ég tel hins vegar að þær tillögur sem fram koma í 1. og 3. gr. þessa frv. hafi í rauninni ekkert með samkeppnina að gera. Þetta snýst um úrræði sem ég tel að séu vafasöm og gangi allt of nærri frelsi einstaklingsins til þess að fá að vera í friði fyrir yfirvaldinu.