Endurgreiðslubyrði námslána

Miðvikudaginn 15. október 2003, kl. 13:56:51 (581)

2003-10-15 13:56:51# 130. lþ. 11.2 fundur 59. mál: #A endurgreiðslubyrði námslána# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., GÓJ
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 130. lþ.

[13:56]

Guðjón Ólafur Jónsson:

Hæstv. forseti. Meðal helstu stefnumála Framsfl. við síðustu alþingiskosningar voru úrbætur í málefnum námsmanna og úrbætur í málefnum Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Við töluðum þá um að við vildum lækka endurgreiðslubyrði námslána úr 4,75% í 3,75%, eins og var fyrir breytingarnar 1992.

Ég vek athygli á því, sama hvað skoðun menn hafa á því, að þetta ákvæði er inni í stjórnarsáttmálanum. Ég fullvissa hv. þm., bæði fyrirspyrjanda og sömuleiðis formann Vinstri grænna, 5. þm. Norðaust., að við framsóknarmenn munum fylgja þessu máli fast eftir. Það verður unnið að þessu máli, eins og hæstv. ráðherra gat um áðan. Það verður unnið að því í framtíðinni og því verður fylgt vel eftir af hálfu Framsfl.