Endurgreiðslubyrði námslána

Miðvikudaginn 15. október 2003, kl. 13:59:09 (583)

2003-10-15 13:59:09# 130. lþ. 11.2 fundur 59. mál: #A endurgreiðslubyrði námslána# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., MÁ
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 130. lþ.

[13:59]

Mörður Árnason:

Hæstv. forseti. Sú stutta athugasemd hefur verið gerð um þessa ríkisstjórn að hún sé ríkisstjórn biðarinnar. Það er ekki bara vegna þess að stefnumál hennar séu svona lotleg að sjá heldur vegna þess að þau mannaskipti sem eiga að fara fram í ríkisstjórninni gera það að verkum að hver bíður eftir öðrum og hver togar í annan.

Nú er komið í ljós í þessu máli, eins og sést af þessu fyrirheiti í stjórnarsáttmálanum, að í þessu mikla loforði af hálfu Framsfl. í kosningabaráttunni verður ekkert gert meðan hæstv. ráðherra Tómas Ingi Olrich situr í stólnum. Nú er ekkert annað að gera en að bíða eftir næsta menntmrh. hæstv. sem ég vona að hann verði.