Niðurstaða ráðherranefndar um fátækt

Miðvikudaginn 15. október 2003, kl. 14:54:03 (608)

2003-10-15 14:54:03# 130. lþ. 11.6 fundur 78. mál: #A niðurstaða ráðherranefndar um fátækt# fsp. (til munnl.) frá félmrh., SigurjÞ
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 130. lþ.

[14:54]

Sigurjón Þórðarson:

Frú forseti. Ég vil minna hæstv. ráðherra á að það eru til skýrslur og tillögur m.a. sem ASÍ útbjó á vordögum sem heita ,,Velferð fyrir alla``. Þar er lögð sérstök áhersla á að fátækt bitni ekki á börnum, m.a. er lögð áhersla á að greiða niður kostnað sem börn þurfa að greiða vegna tómstunda- og íþróttastarfs þannig að þeim sé ekki mismunað þar. Einnig þau gjöld sem börn eru rukkuð um vegna starfs sem fer fram í skólum. Ég tel að hæstv. ráðherra ætti að nýta sér þær tillögur og leita ekki langt yfir skammt.