Tilkynning um dagskrá

Föstudaginn 17. október 2003, kl. 10:42:38 (720)

2003-10-17 10:42:38# 130. lþ. 14.93 fundur 93#B tilkynning um dagskrá#, Forseti BÁ
[prenta uppsett í dálka] 14. fundur, 130. lþ.

[10:42]

Forseti (Birgir Ármannsson):

Um klukkan eitt í dag fer fram umræða utan dagskrár um viðbrögð ríkisstjórnarinnar við dómi Hæstaréttar í öryrkjamálinu í gær. Málshefjandi er hv. þm. Össur Skarphéðinsson. Hæstv. forsrh. Davíð Oddsson verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 1. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund. Hádegishlé verður gert kl. 12 og þingflokksfundir eru áætlaðir kl. 12.30. Atkvæðagreiðslur gætu orðið um kl. 13.30.

Um kl. 13.30, að loknum atkvæðagreiðslum, fer fram umræða utan dagskrár um tónlistarnám á framhaldsskólastigi. Málshefjandi er hv. þm. Kolbrún Halldórsdóttir. Hæstv. menntmrh. Tómas Ingi Olrich verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 1. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.