Þingsályktunartillaga um afléttingu veiðibanns á rjúpu

Föstudaginn 17. október 2003, kl. 11:01:55 (732)

2003-10-17 11:01:55# 130. lþ. 14.98 fundur 97#B þingsályktunartillaga um afléttingu veiðibanns á rjúpu# (aths. um störf þingsins), MÁ
[prenta uppsett í dálka] 14. fundur, 130. lþ.

[11:01]

Mörður Árnason:

Hæstv. forseti. Ég þakka svörin en vek athygli á að til að auðvelda störf þingsins er mikilvægt að vilji umhvrh. í málinu liggi fyrir. Við erum sammála um það, ég og hæstv. umhvrh., að tillagan sé tilgangslaus og hafi engar afleiðingar nema þá pólitískar og þess vegna er spurningin: Hvaða pólitískar afleiðingar gæti þessi þáltill. haft á umhvrh.? Hyggst hún fara með einhverjum hætti eftir tillögunni ef hún verður samþykkt á þinginu? Ef umhvrh. svarar engu um það er í raun tilgangslaust að taka tillöguna til umræðu í umhvn.