Þingsályktunartillaga um afléttingu veiðibanns á rjúpu

Föstudaginn 17. október 2003, kl. 11:02:35 (733)

2003-10-17 11:02:35# 130. lþ. 14.98 fundur 97#B þingsályktunartillaga um afléttingu veiðibanns á rjúpu# (aths. um störf þingsins), umhvrh.
[prenta uppsett í dálka] 14. fundur, 130. lþ.

[11:02]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir):

Virðulegur forseti. Vilji minn er skýr og hann hefur komið fram. Ég vil rjúpnaveiðibann til þriggja ára og hef sett í gang vinnu sjö hagsmunaaðila varðandi það í hvaða formi veiðarnar eiga að hefjast aftur árið 2006. Vilji minn er alveg skýr.

En ef vilji þingsins er einhver annar þá hlýtur hann að koma fram hér í umfjölluninni og í umhvn. Að sjálfsögðu mun ég taka tillit til þess sem umhvn. segir að lokum. En það er alveg ljóst að þessi tillaga hefur þann galla að tvö úrræðanna, sem kannski eru aðalúrræðin, eru ekki á mínu valdi nema þingið breyti lögum. Ég get því ekki gripið til þeirra. Þannig er tillagan að hluta til marklaus að því leyti.