Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við dómi Hæstaréttar í öryrkjamálinu

Föstudaginn 17. október 2003, kl. 12:45:30 (750)

2003-10-17 12:45:30# 130. lþ. 14.96 fundur 96#B viðbrögð ríkisstjórnarinnar við dómi Hæstaréttar í öryrkjamálinu# (umræður utan dagskrár), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 14. fundur, 130. lþ.

[12:45]

Forseti (Halldór Blöndal):

Nú hefst áður boðuð umræða utan dagskrár um viðbrögð ríkisstjórnarinnar við dómi Hæstaréttar í öryrkjamálinu 16. október. Málshefjandi er hv. þm. Össur Skarphéðinsson en hæstv. forsrh. Davíð Oddsson verður til andsvara.

Samkomulag er um fyrirkomulag umræðunnar, svohljóðandi: Málshefjandi hefur sjö mínútur, forsrh. sjö mínútur, næstu fimm ræðumenn hafa fjórar mínútur, síðan næstu fimm ræðumenn þrjár mínútur og loks hafa málshefjandi og forsrh. fjórar mínútur við lok umræðunnar.

Ég vil geta þess að að lokinni þessari umræðu verða atkvæðagreiðslur og síðan um klukkan tvö verður utandagskrárumræða sú sem áður hafði verið tilkynnt, um tónlistarnám á framhaldsskólastigi.