Tekjuskattur og eignarskattur

Miðvikudaginn 29. október 2003, kl. 14:58:11 (912)

2003-10-29 14:58:11# 130. lþ. 17.11 fundur 32. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (ferðakostnaður) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 17. fundur, 130. lþ.

[14:58]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. sagði einmitt það sem ég var að halda fram. Það er gefin út bók sem menn eiga að lesa. Hvernig er með þessi 7% sem aldrei hafa lesið heila bók sér til gagns? (Gripið fram í: Þeir geta hlustað á útvarp eða horft á sjónvarp.) Akkúrat. Sá hópur nýtir sér ekki þessar fínu upplýsingar. Svo eru kerfin orðin svo flókin að það er orðinn atvinnuvegur og gróðavegur að gefa út upplýsingar. Almáttugur. Það er kerfi handa sérfræðingunum. Það er handa fólkinu sem spekúlerar og spekúlerar og eyðir mörgum dögum í það að spekúlera hvernig það getur fengið peninga út úr skattkerfinu. Er þetta það sem við viljum? Ég segi nei. Ég vil hafa skattkerfin einföld. Og ég vil helst komast hjá því að fólk þurfi að telja fram, því ég veit ekki um einn einasta mann sem ekki leiðist það.