Starfsskýrsla Ríkisendurskoðunar 2002

Fimmtudaginn 30. október 2003, kl. 10:42:48 (921)

2003-10-30 10:42:48# 130. lþ. 18.1 fundur 109#B starfsskýrsla Ríkisendurskoðunar 2002# (munnl. skýrsla), HHj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 130. lþ.

[10:42]

Helgi Hjörvar (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka fyrir ágætt yfirlit frá hv. þm. Halldóri Blöndal um starfsemi Ríkisendurskoðunar, þá mikilvægu og vaxandi starfsemi, en vil fyrst og fremst kannski sem nýliði fá að beina þeirri spurningu til forseta þingsins hvort um starfsemi Ríkisendurskoðunar hafi það álitaefni verið rætt hvort vel fari á því að Ríkisendurskoðun endurskoði þingið sjálft. Hún er stofnun þingsins. Væri endurskoðun á þeim þætti í ríkisrekstrinum ekki betur fyrir komið hjá öðrum aðila, óháðum þinginu?