Reglur um dráttarvexti

Mánudaginn 03. nóvember 2003, kl. 15:32:05 (1025)

2003-11-03 15:32:05# 130. lþ. 19.1 fundur 118#B reglur um dráttarvexti# (óundirbúin fsp.), ÁF
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 130. lþ.

[15:32]

Ásgeir Friðgeirsson:

Virðulegi forseti. Jafnræði skiptir okkur að sjálfsögðu miklu máli. Sömu reglur eiga að gilda um alla, máttur og megin á þar engu að skipta. Því vil ég spyrja hæstv. fjmrh.: Eftir hvaða reglum fer ríkissjóður við greiðslu dráttarvaxta á reikningum eða greiðsluseðlum frá fyrirtækjum eftir að gjalddagi er liðinn og eðlilegir dráttarvextir fallnir á?

Þá vil ég sömuleiðis spyrja hæstv. fjmrh. hvort ríkissjóður fari eftir sömu reglum við innheimtu opinberra gjalda. Fer ríkissjóður eftir sömu reglum við greiðslu dráttarvaxta og hann beitir við innheimtu þeirra?