Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Mánudaginn 03. nóvember 2003, kl. 16:43:50 (1048)

2003-11-03 16:43:50# 130. lþ. 19.8 fundur 191. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# (meðferð hlutafjár) frv., ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 130. lþ.

[16:43]

Árni Steinar Jóhannsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Það gleður mig að hæstv. forsrh. kemur fram með það hér að ekki þurfi endilega að selja. Og ef við tölum kannski nógu lengi yfir hv. þingmönnum og hæstv. ríkisstjórn, þá ber það e.t.v. þann árangur að menn hugsa sinn gang. Það er í sjálfu sér gleðiefni. Ég held að við verðum að eflast og tína það fram sem við höfum okkar málum til rökstuðnings þannig að hæstv. forsrh. beygi af leið og hugsi sér ekki til hreyfings, enda kom fram hjá hæstv. forsrh. að hann þyrfti ekki að gera það miðað við frv. og hér væri einvörðungu um formsatriði að ræða. Það gefur manni von og hefði kannski eflt mig enn frekar í framsetningu mála minna áðan ef ég hefði áttað mig á því sem hæstv. forsrh. benti mér á að hér væri ekki verið að fara inn á þá vegferð um sinn. Vonin er þá ekki öll úti um að menn hugsi sinn gang og taki aðrar ákvarðanir en að setja þetta mikilvæga fyrirtæki á markað.