Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Mánudaginn 03. nóvember 2003, kl. 17:30:22 (1059)

2003-11-03 17:30:22# 130. lþ. 19.8 fundur 191. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# (meðferð hlutafjár) frv., HHj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 130. lþ.

[17:30]

Helgi Hjörvar (andsvar):

Virðulegur forseti. Hv. þm. Ögmundur Jónasson heldur sig enn við það að reyna að rang- og oftúlka það sem sagt var á landsfundi Samf. um helgina.

Það er auðvitað aldeilis fráleitt að fyrir dyrum standi af hálfu Samf. einhvers konar einkavæðing, og var það sérstaklega tekið fram á landsfundinum um helgina, þ.e. í þeirri merkingu að einkavæða eigi ríkisstofnanir í heilbrigðisþjónustunni.

Hins vegar er ósköp eðlilegt að menn frá einum tíma til annars skoði með hvaða hætti markaðslausnir eiga við til að taka á þeim verkefnum sem eru í heilbrigðisþjónustunni og nauðsynlegt að benda hv. þm. Ögmundi Jónassyni á, ef hann hefur ekki kynnt sér heilbrigðiskerfið nýlega, að í því eru auðvitað fjölmörg dæmi um einkarekstur og markaðslausnir. Við höfum fjölmörg dæmi um sjálfstætt starfandi lækna, um sjálfseignarstofnanir sem reka hjúkrunarheimili, um lyfjaþáttinn í heilbrigðiskerfinu og þannig getum við haldið áfram. Það er aldeilis alveg fráleitt að halda því fram að ekki sé notast við markaðslausnir og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu eins og það er í dag og það kerfi er bara alveg ágætt.