Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Mánudaginn 03. nóvember 2003, kl. 18:50:45 (1085)

2003-11-03 18:50:45# 130. lþ. 19.8 fundur 191. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# (meðferð hlutafjár) frv., ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 130. lþ.

[18:50]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég verð vegna allrar þeirrar umræðu sem hefur orðið um landsfund Samfylkingarinnar í þessari umræðu um Símann að lesa upp úr samþykktri stjórnmála\-ályktun landsfundarins um einmitt þessi mál sem hafa verið hér til umræðu, þ.e. úr í heilbrigðiskaflanum. Stjórnmála\-ályktunin hljóðar svo, með leyfi forseta:

,,Samfylkingin vill beita sér fyrir framtíðarlausn í heilbrigðismálum þjóðarinnar þar sem nýjar leiðir og fjölbreyttari rekstrarform, svo sem þjónustusamningar og einkaframkvæmd, eru skoðuð,`` --- eru skoðuð. Þetta eru rekstrarform sem þegar eru í heilbrigðisþjónustunni --- ,,án þess að missa sjónar af þeirri stefnumörkun flokksins að allir hafi jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Samfylkingin hafnar einkavæðingu í velferðarkerfinu.``

Þetta er hluti úr samþykktri stjórnmálaályktun Samfylkingarinnar frá landsfundinum sem lauk í gær. Ég vil að menn hætti nú hér að tala endalaust um einhverjar túlkanir út og suður hvort sem það er stjórnmálamanna eða fjölmiðlamanna. Þetta er ályktunin eins og hún var samþykkt á fundinum