Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Mánudaginn 03. nóvember 2003, kl. 18:53:30 (1087)

2003-11-03 18:53:30# 130. lþ. 19.8 fundur 191. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# (meðferð hlutafjár) frv., ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 130. lþ.

[18:53]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Frú forseti. Ég ætla bara að leiðrétta það sem kom fram í andsvari nú. Það var ekkert samþykkt á landsfundinum fyrir mistök. (Gripið fram í.) Þetta er lýðræðislegur flokkur. Flokksmenn taka ákvarðanir og greiða atkvæði um ályktanir. Varðandi þessar ályktanir sem menn hafa verið að velta fyrir sér í dag að hafi verið fyrir mistök, þá er það alls ekki rétt því að þær eru alveg í anda stefnu Samfylkingarinnar og eru auðvitað slíkar eftir þessar samþykktir á landsfundinum. Það er auðvitað spurning hversu langan tíma taki að ná þessu fram. En vissulega er þetta stefnan eftir samþykkt frá landsfundinum.