Aflétting veiðibanns á rjúpu

Þriðjudaginn 04. nóvember 2003, kl. 17:10:13 (1140)

2003-11-04 17:10:13# 130. lþ. 20.14 fundur 154. mál: #A aflétting veiðibanns á rjúpu# þál., Flm. GunnB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 130. lþ.

[17:10]

Flm. (Gunnar Birgisson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. fyrir jákvæð viðbrögð. Hann bara snerist um 180 gráður milli ræðna sem er nú mjög gott. Hann vill þá skoða þetta í fullri alvöru. Ég er sammála honum í því, auðvitað þurfum við að skoða þetta í fullri alvöru, það er ljóst.

Menn eru að tala um veiðiálag og annað. Það sem ég var að reyna að benda á áðan í upphafsræðu minni er fimmföldunin á refastofninum á undanförnum tíu árum. Hvað halda hv. þingmenn að slíkt þýði fyrir álagið á rjúpnastofninum? Refurinn hirðir bæði egg og drepur ungana. Mér finnst að menn þurfi að skoða það líka í leiðinni. Þegar við skoðum þetta í nefndinni förum við auðvitað yfir þetta.

Ég þakka fyrir jákvæð viðbrögð og vonandi eigum við eftir að eiga gott samstarf við fulltrúa þingflokka í nefndinni.