Aflétting veiðibanns á rjúpu

Þriðjudaginn 04. nóvember 2003, kl. 18:10:28 (1159)

2003-11-04 18:10:28# 130. lþ. 20.14 fundur 154. mál: #A aflétting veiðibanns á rjúpu# þál., BJJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 130. lþ.

[18:10]

Birkir J. Jónsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Hér logar ekkert í illdeilum. Hér erum við einungis að ræða um pólitík. Pólitík er skoðanaskipti. Ég hef ekki orðið var við annað en að þær illdeilur sem hér hafa komið úr ræðupúlti í dag hafi komið frá stjórnarandstöðunni.

Ég er hér að tala fyrir sannfæringu minni í málinu. Þegar ég tala um að menn hafi reynt að hefja illdeilur þá vísa ég til þess er stjórnarandstaðan talar um að þessi tillaga sé marklaus. Hún er ekki marklaus. Við erum hér 18 háttvirtir þingmenn að lýsa yfir vilja okkar.

Ég auglýsi eftir stefnu Samf. Ég spyr hv. þm. Guðmund Árna Stefánsson hvar hann standi í þessu máli. Það er allt skýrt hvað okkur varðar. Við höfum lagt fram okkar tillögur, við 18 hv. þm., og nú auglýsi ég eftir stefnu Samf. í málinu.