Aflétting veiðibanns á rjúpu

Þriðjudaginn 04. nóvember 2003, kl. 18:16:20 (1162)

2003-11-04 18:16:20# 130. lþ. 20.14 fundur 154. mál: #A aflétting veiðibanns á rjúpu# þál., BJJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 130. lþ.

[18:16]

Birkir J. Jónsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta er að verða sérkennileg umræða svo ekki sé meira sagt. Í miðjum umræðum um rjúpuna blessaða skulum við fara að ræða um samgöngumál. Ég held að við ættum að finna okkur annan tíma hér á vettvangi þingsins til þess. Við skulum nota andsvörin til að ræða það mál sem nú liggur fyrir.

Nú er það svo að hvorki Sjálfstfl. né Framsfl. hafa ályktað sérstaklega um málefni rjúpunnar á þingum sínum og því held ég að það sé meiri óskhyggja heldur en hitt hjá Samf. að halda að þetta leiði til sundrungar innan stjórnarliðsins. Svo er alls ekki. Ef hv. þm. Einar Már Sigurðarson er að vona að þetta mál sprengi ríkisstjórnina þá er það óskhyggjan ein. En ég spyr á móti: Var þetta aðalumræðuefnið á nýliðnum landsfundi Samf.? Hvernig var það?