Aflétting veiðibanns á rjúpu

Þriðjudaginn 04. nóvember 2003, kl. 19:18:00 (1184)

2003-11-04 19:18:00# 130. lþ. 20.14 fundur 154. mál: #A aflétting veiðibanns á rjúpu# þál., HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 130. lþ.

[19:18]

Hjálmar Árnason (andsvar):

Herra forseti. Ég verð að harma það og gera þá játningu að mér hefur augljóslega ekki tekist hönduglega upp í íslenskukennslu hér forðum. En ég treysti á að hv. þm. rifji upp þá kennslu því að ég treysti mér ekki til að mæla betur en Jónas Hallgrímsson í tiltölulega einföldu ljóði, fullu af myndlíkingum, sem fjallar um þetta viðkvæma efni, blessaða rjúpuna.