Aflétting veiðibanns á rjúpu

Þriðjudaginn 04. nóvember 2003, kl. 19:38:38 (1191)

2003-11-04 19:38:38# 130. lþ. 20.14 fundur 154. mál: #A aflétting veiðibanns á rjúpu# þál., SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 130. lþ.

[19:38]

Sigurjón Þórðarson (andsvar):

Virðulegi forseti. Staðreyndin er sú að ég get ekki séð að rjúpnastofninn sé eitthvað miklu verr settur nú en t.d. í fyrra eða árið þar áður. Þess vegna er óskiljanlegt að grípa til þessara aðgerða nú. Þær fullyrðingar sem hafa komið fram um að rjúpnastofninn væri í algerri útrýmingarhættu --- það mátti skilja orð hæstv. landbrh. á þann hátt --- eru ekki þessu máli til framdráttar eða náttúruvernd almennt. Sjálfur er ég í Fuglaverndunarfélaginu en mér finnst þessi framganga umhvrn. ekki vera því til sóma, hvorki í að svara bréfum né með að grípa til svona gerræðislegra úrræða.