Sjálfstæðar rannsóknir í Tækniháskóla Íslands

Miðvikudaginn 05. nóvember 2003, kl. 20:10:01 (1300)

2003-11-05 20:10:01# 130. lþ. 21.24 fundur 231. mál: #A sjálfstæðar rannsóknir í Tækniháskóla Íslands# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 21. fundur, 130. lþ.

[20:10]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Bara stutt athugasemd. Rannsóknarþáttur við háskólann er mjög mikilvægur og það þarf auðvitað fjármagn til. Hann er ekki síst mikilvægur til þess að hæfustu kennarar komi til starfa við háskólann, þ.e. að fyrir hendi sé rannsóknarstarf. Án rannsóknaraðstöðu og fjármagns til rannsókna er hætta á því að skólinn verði ekki samkeppnisfær um bestu kennara og því tel ég að hinn ungi og nýi Tækniháskóli verði að fá fé til rannsókna til þess að hann verði samkeppnishæfur og standi undir nafni sem háskóli. Ég heyrði hæstv. ráðherra segja að komið yrði með fjármagn þarna inn og það er mjög brýnt til að Tækniháskólinn geti fengið að dafna sem skyldi.