Lax- og silungsveiði o.fl.

Fimmtudaginn 06. nóvember 2003, kl. 12:36:29 (1320)

2003-11-06 12:36:29# 130. lþ. 22.6 fundur 111. mál: #A lax- og silungsveiði o.fl.# (staðfesting bráðabirgðalaga) frv. 116/2003, Frsm. meiri hluta DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 130. lþ.

[12:36]

Frsm. meiri hluta landbn. (Drífa Hjartardóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég sagði það áðan að það væru 6 millj. vegna þess að það lokaðist fyrir allan útflutning. En á minnisblaði sem við höfum frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að söluverðmæti afurða frá fiskeldisstöðvum árið 2003 er áætlað 2,4 milljarðar, á næsta ári er reiknað með að söluverðmæti verði um 3 milljarðar og árið 2006 er áætlað að söluverðmæti afurða fari yfir 6 milljarða. Til samanburðar nefna þeir að aflaverðmæti allra skipa og báta á Vestfjörðum er rúmir 6,4 milljarðar. Það eru því sannarlega miklir hagsmunir í húfi á báða bóga.