Lax- og silungsveiði o.fl.

Fimmtudaginn 06. nóvember 2003, kl. 14:44:44 (1331)

2003-11-06 14:44:44# 130. lþ. 22.6 fundur 111. mál: #A lax- og silungsveiði o.fl.# (staðfesting bráðabirgðalaga) frv. 116/2003, Frsm. meiri hluta DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 130. lþ.

[14:44]

Frsm. meiri hluta landbn. (Drífa Hjartardóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er náttúrlega alltaf hægt að togast á um tölur. Það verður líka að líta til þess að ekki er hægt að flytja út meðan markaður er lokaður. Og þetta er það mat sem þeir leggja á, að þeir hefðu getað flutt út ef ekki hefði komið til þessarar lokunar.

Ég vil ítreka það sem ég hef sagt áður í umræðunni að mjög miklir hagsmunir eru á báða bóga. Það eru miklir hagsmunir fiskeldisins. Það eru miklir hagsmunir hjá veiðiréttarhöfum. Og það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir lífríki ánna okkar. Það eru allir sammála um það að við viljum vernda laxastofna okkar og fara að þeim leiðum sem til þess eru færar. Ég held að í tillögum okkar meiri hluta landbn. séum við að byggja undir verndina eins vel og hugsast getur.