Lax- og silungsveiði o.fl.

Fimmtudaginn 06. nóvember 2003, kl. 14:45:46 (1332)

2003-11-06 14:45:46# 130. lþ. 22.6 fundur 111. mál: #A lax- og silungsveiði o.fl.# (staðfesting bráðabirgðalaga) frv. 116/2003, AKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 130. lþ.

[14:45]

Anna Kristín Gunnarsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég held að engu sé við þetta að bæta, við getum þrasað fram og aftur um tölur og hvort hagsmunir séu meiri eða minni. En ef við berum saman tölulega hagsmuni laxeldis annars vegar og laxveiðibænda hins vegar þá held ég að ekki þurfi að leika neinn vafi á hvar hagsmunirnir eru meiri. Hins vegar erum við alveg sammála um að tryggja þurfi lagaumhverfi laxeldis á Íslandi og eins og ég sagði áðan í fyrra andsvari mínu tel ég að landbrn. hafi brugðist þar og það illilega. Þess vegna erum við í þeim ógöngum sem við erum í dag. Ég er hins vegar ekki sammála hv. formanni landbn. að við séum að gera allt það sem mögulegt er til að tryggja hagsmuni íslenskrar náttúru.