Lax- og silungsveiði o.fl.

Mánudaginn 10. nóvember 2003, kl. 16:42:19 (1407)

2003-11-10 16:42:19# 130. lþ. 23.2 fundur 111. mál: #A lax- og silungsveiði o.fl.# (staðfesting bráðabirgðalaga) frv. 116/2003, Frsm. meiri hluta DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 130. lþ.

[16:42]

Frsm. meiri hluta landbn. (Drífa Hjartardóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér þykir afskaplega ómerkilegt þegar þingmenn niðurlægja aðra þingmenn með því að tala um það að þeir taki ekki þátt í umræðunni. Ég veit ekki betur en að við 2. umr. hafi allmargir stjórnarliðar tekið þátt í umræðunni. Það er því mjög ómaklegt að halda þessu fram.

Ég vil líka taka fram að 5. gr. laga um innflutning dýra, sem ég las upp fyrr í máli mínu í dag en ég ætla að endurtaka það, er svohljóðandi:

,,Áður en leyfi er veitt til innflutnings á nýjum dýrategundum eða erlendum stofnum tegunda sem hér eru fyrir skal landbúnaðarráðherra afla umsagnar Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og sérfræðinganefndar samkvæmt lögum um náttúruvernd.``

Við þessa umsagnaraðila hefur meiri hlutinn í landbn. bætt erfðanefnd landbúnaðarins.