Lax- og silungsveiði o.fl.

Mánudaginn 10. nóvember 2003, kl. 16:45:03 (1409)

2003-11-10 16:45:03# 130. lþ. 23.2 fundur 111. mál: #A lax- og silungsveiði o.fl.# (staðfesting bráðabirgðalaga) frv. 116/2003, Frsm. meiri hluta DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 130. lþ.

[16:45]

Frsm. meiri hluta landbn. (Drífa Hjartardóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Að sjálfsögðu er umræðan mjög mikilvæg. En ég vil bara taka það fram vegna þess að nafn mitt var nefnt hér að þannig vill nú til að tveir stjórnarliðar í hv. landbn. eru staddir erlendis í störfum fyrir þingið. Þess vegna eru þeir ekki við umræðuna í dag. Mér finnst bara ómerkilegt að segja að stjórnarliðar nenni ekki að taka þátt í umræðunni.

En varðandi það sem var rætt áðan um hagsmuni veiðiréttarhafa í þessari grein þá eru þeir æðimiklir og það miklir hagsmunir felast í því að rétt sé á málum haldið. Ég tel að með þessari efnismeðferð frv. hafi það verið tryggt.