Lax- og silungsveiði o.fl.

Mánudaginn 10. nóvember 2003, kl. 18:13:58 (1431)

2003-11-10 18:13:58# 130. lþ. 23.2 fundur 111. mál: #A lax- og silungsveiði o.fl.# (staðfesting bráðabirgðalaga) frv. 116/2003, HHj (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 130. lþ.

[18:13]

Helgi Hjörvar (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Það kynni að koma einhverjum á óvart að sá háttvísi þingmaður, hv. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, skuli ekki virða þingmann svars í svo mikilsverðu máli sem setning bráðabirgðalaga er. Það hefur sjaldan staðið í hv. þm. Halldóri Blöndal að taka til varna fyrir þá ríkisstjórn sem hér situr.

Ég get þess vegna ekki skilið þögn forseta Alþingis og fjarveru við þessa umræðu öðruvísi en sem yfirlýsingu hans og almenna andúð á því með hvaða hætti ríkisstjórnin stóð að setningu bráðabirgðalaganna og yfirlýsingu um það hvílík handvömm sú setning var af hálfu landbrh.