Stofnun sædýrasafns

Mánudaginn 10. nóvember 2003, kl. 18:44:02 (1439)

2003-11-10 18:44:02# 130. lþ. 23.11 fundur 277. mál: #A sædýrasafn á höfuðborgarsvæðinu# þál., Flm. LMR (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 130. lþ.

[18:44]

Flm. (Lára Margrét Ragnarsdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. fyrir þessar athugasemdir. Hins vegar held ég að hann hafi misskilið mig talsvert. Höfuðborgarsvæðið er nefnt í nokkuð víðari skilningi en hv. þm. hefur greinilega skilið það. Enda nefndi ég í ræðu minni, eins og stendur í þáltill., staði sem eru innan hans kjördæmis, t.d. á Keilisnesi, við Hvassahraun og víðar. Enn fremur tók ég það skýrt fram að mögulegar leiðir yrðu vandlega athugaðar og þáttur ríkisins yrði fyrst og fremst að kanna hver yrði kostnaðurinn við þetta, hver væri heppilegasta staðsetningin, hvers konar aðilar ættu að reka þetta o.s.frv.

Ég hef undirbúið þessa ályktun í samvinnu við menn sem hafa kannað þessi mál. Þeir telja útilokað að reka sædýrasafn af þessari stærðargráðu nema það sé á höfuðborgarsvæðinu og það í víðtækum skilningi.